Reykjavíkurskákmótið

Reykjavíkurskákmótið

Kaupa Í körfu

ÞAÐ gekk á ýmsu í 5. umferðinni á XX. Reykjavíkurskákmótinu, sem tefld var í gærkveldi í Skákhöllinni, Faxafeni 12. Helstu úrslit voru þau, að norska undrabarnið, Magnus Carlsen, tapaði fyrir sænska stórmeistaranum Tiger Hillarp-Persson, Henrik Danielsen tapaði fyrir Hamdouchi, stórmeistara frá Marokkó, Hannes Hlífar gerði jafntefli við serbneska stórmeistarann, Pavlovic, Þröstur Þórhallsson gerði jafntefli við Snorra Bergsson og Stefán Kristjánsson vann ungversku skákkonuna Ticiu Gara. MYNDATEXTI Skákmaðurinn ungi, Hjörvar Steinn Grétarsson, sem er með 2.046 skákstig, sigraði Bandaríkjamanninn E. Moskow, en hann er með 2.248 stig. Sjötta umferð verður tefld í dag í Skákhöllinni við Faxafen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar