Stóra upplestrarkeppnin á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Stóra upplestrarkeppnin á Húsavík

Kaupa Í körfu

Húsfyllir við upplestur FULLUR salur áheyrenda var á lokahátíð upplestrarkeppninnar á Húsavík á föstudag. Tólf nemendur úr sjöunda bekk Grunnskóla Skútustaðahrepps, Hafralækjarskóla í Aðaldal og Borgarhólsskóla á Húsavík lásu þar upp. Á milli lestra fluttu nemendur úr skólunum tónlistaratriði. Óhætt er að segja að allir hafi verið sigurvegarar og var dómnefnd vandi á höndum. Hún kvað upp úr með að sigurvegarar væru þau Inga Ósk Jónsdóttir og Arnþór Hermannsson, bæði úr Borgarhólsskóla, og Aðalbjörg Birgisdóttir, nemi í Grunnskóla Skútustaðahrepps.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar