Reykjavíkurskákmótið

Reykjavíkurskákmótið

Kaupa Í körfu

HELGI Ólafsson skákmeistari var mættur til þess að skýra skákir í þar til gerðu herbergi á Reykjavíkurskákmótinu sem nú stendur. Hann sagði margar skákir í gangi en að helst væru þær á efstu borðunum skýrðar. Af nógu væri að taka. Með Helga var sonur hans, Arnar Leó, og hver veit nema þar sé á ferðinni skáksnillingur framtíðarinnar. Hann virtist í það minnsta una sér vel með pabba sínum á meðal bikaranna á kaffistofunni. MYNDATEXTI: Helgi Ólafsson og Arnar Leó Helgason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar