Krisztina Kalló Szklenár

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Krisztina Kalló Szklenár

Kaupa Í körfu

Organistinn, kórstjórinn og tónfræðikennarinn Krisztina Kalló Szklenár kom fyrst til Íslands fyrir rúmum hálfum öðrum áratug þegar hún og ungverskur eiginmaður hennar Zoltán Szklenár, sem er hornaleikari og stjórnar Skólahljómsveit Grafarvogs, settust að á Hólmavík þar sem Krisztina gerðist tónskólastjóri og kirkjukórsstjórnandi í þrjú ár. "Eftir nám okkar heima í Ungverjalandi skrifuðum við út um allan heim og ákváðum að nú væri kominn tími til að freista gæfunnar. Við vorum í ævintýraleit og drifum okkur eftir þó nokkra umhugsun til Íslands. Við sjáum svo sannarlega ekki eftir því. Hér er mjög gott að búa," segir Krisztina í samtali við Daglegt líf sem fregnaði á dögunum af heljarinnar veislu, sem Krisztina stóð fyrir MYNDATEXTI Ungverska gúllassúpan inniheldur m.a. nautakjöt, kartöflur, gulrætur og lauk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar