Sýningar í Gerðarsafni

Sýningar í Gerðarsafni

Kaupa Í körfu

Á morgun verður opnuð samsýning þriggja listamanna í Gerðarsafni í Kópavogi. Listamennirnir þrír eru Rúrí, Þór Vigfússon og finnska listakonan Elina Brotherus. Sýningin ber heitið Tærleikar en tærleiki og skerpa í framsetningu einkenna verk þessara þriggja listamanna. Þór Vigfússon hefur starfað að myndlist í þrjá áratugi og haldið fjölda sýninga. Verk hans á sýningunni eru unnin í gler. "Þetta eru verk eins og ég hef verið að vinna undanfarin ár, í gler með innbrenndum lit. Tærleikar hljómar vel við það sem ég er að gera enda er gler glært efni," segir Þór. MYNDATEXTI Rúrí sýnir verk sem eru í beinu framhaldi af verkinu, Archive - endangered water, sem var sýnt á Feneyjatvíæringnum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar