Fákadans á Mývatni

Sigurður Sigmundsson

Fákadans á Mývatni

Kaupa Í körfu

Mývatn | Fátt þykir hestamönnum skemmtilegra en að spretta úr spori á ísilögðum vötnum. Hestarnir verða einnig frískari og fjaðurmagnaðri en endranær, eins og þessi sprettur gefur til kynna. Nokkuð er um að haldin eru hestamót á ísilögðum vötnum og þá keppt í ýmsum greinum. Þingeyingar héldu vel heppnað hestamót á Mývatni um síðustu helgi. Fjöldi fólks og fáka kom til mótsins, víðsvegar að, og tókst mótið vel. Daginn fyrir mótsdaginn fóru heimamenn í hópreið um vatnið en nú er um 50 sentímetra þykkur ís á vatninu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar