Karfavinnsla

Gunnar Kristjánsson.

Karfavinnsla

Kaupa Í körfu

Grundarfjörður | Hjá Guðmundi Runólfssyni hf. er nú unnið við karfaflökun á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Síðan eru flökin snyrt og pökkuð á átta tímum, segir Móses Geirmundsson verkstjóri. "Við erum með þetta um 40 manns í vinnslunni og afköstin hafa verið um 40-45 tonn á dag að jafnaði en farið mest upp í 50 tonn, afköstin fara nú svolítið eftir stærðinni á karfanum," sagði Móses og bætir því við að þetta séu afbragðs afköst hjá starfsfólkinu. Flökin eru síðan fryst í 6 kg pakkningum og seld mest til Þýskalands og einnig Frakklands. "Eftirspurnin hefur farið vaxandi og verðið verið hagstæðara upp á síðkastið svo við höfum varla undan að framleiða bætir," Móses við. Auk togaranna Hrings og Helga sem fyrirtækið á og gerir út landar Akureyrartogarinn Harðbakur EA karfa til vinnslunnar að jafnaði einu sinni í viku. MYNDATEXTI Pökkun Þessar konur pökkuðu í erg og gríð og höfðu bara gaman af.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar