Hrafnista

Eyþór Árnason

Hrafnista

Kaupa Í körfu

"VIÐ viljum fá sömu laun fyrir sömu vinnu, svo einfalt er það," segir Rannveig Gunnlaugsdóttir, starfsmaður á hjúkrunardeild á Hrafnistu í Reykjavík, þegar Morgunblaðið ræddi við hana og Álfheiði Bjarnadóttur, samstarfskonu hennar, um sólarhringslangt setuverkfall sem þær og aðrir ófaglærðir starfsmenn nokkurra hjúkrunarheimila gripu til í gær. Aðgerðin náði til um 900 starfsmanna á Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði, Vífilsstöðum og Víðinesi og til starfsfólks á hjúkrunarheimilunum Grund, Ási í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ. MYNDATEXTI: Hjónin Málfríður Einarsdóttir og Herbert Guðbrandsson eru íbúar á Hrafnistu í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar