Handagangur í flöskunum

Morgunblaðið/Helga Mattína

Handagangur í flöskunum

Kaupa Í körfu

Grímsey | Það voru heldur betur kröftugir krakkar sem brettu upp ermar og fylltu 12 risaplastpoka og saltpoka af dósum, plastflöskum og glerflöskum. Verkefnið er eitt af fjáröflunarleiðum þeirra vegna vorferðar eldri deildar til "Íslands". Björgunarsveitin Sæþór var svo góð að ráða skólabörnin til þessa verks, en skilagjald á flöskum auk flugeldasölu er árleg tekjulind sveitarinnar. Það voru að vonum stolt og glöð skólabörn sem horfðu á eftir Sæfara, ferjunni okkar, sigla frá bryggju með alla pokana 12 á dekkinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar