Joseph Kosuth

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Joseph Kosuth

Kaupa Í körfu

SÝNING á verki Joseph Kosuths Auðþekkjanleg ólíkindi var opnuð á Kjarvalsstöðum í gærdag en það er sérstaklega ofið, risastórt teppi sem þekur allan vestursal safnsins og býður áhorfandanum að ganga um hugarheim H.C. Andersens en ganga má á teppinu. Ævintýrið um nýju fötin keisarans er ofið í teppið auk þess sem Kosuth notar tilvitnanir frá samtímamanni Andersens og helsta gagnrýnanda hans, Søren Kierkegaard, til að brúa hugmyndaheim þeirra tveggja. MYNDATEXTI Fjöldi fólks mætti á Kjarvalsstaði til að berja augum sérstætt risateppi með ævintýrinu um Nýju föt keisarans.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar