Sinubruni á Kjalarnesi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sinubruni á Kjalarnesi

Kaupa Í körfu

ALLT að tveggja km löng bílaröð myndaðist í teppu á Vesturlandsveginum síðdegis í gær þegar stórbruni varð í sinu við bæinn Esjuberg. Veginum var lokað kl. 16:22 og hann opnaður aftur kl. 18. Í brunanum urðu á milli 10-20 hektarar eldinum að bráð og var mikið slökkvilið sent á vettvang. Slökkvilið var kallað út í hvern sinubrunann á fætur öðrum í gær og fimmtánda sinuútkallið kom á tíunda tímanum í gærkvöldi, á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Langflest útköllin voru minniháttar að sögn varðstjóra. Útlit er fyrir að skrælþurr og eldfimur gróðurinn fái vökvun næstu daga því spáð er úrkomu fram í vikuna. MYNDATEXTI Bílaröðin var allt að 2 km á Vesturlandsvegi þegar slökkvistarf við Esjuberg fór fram síðdegis í gær. Máttu sumir bíða í yfir klukkutíma

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar