Íslandsglíman

Skapti Hallgrímsson

Íslandsglíman

Kaupa Í körfu

JÓN Birgir Valsson, KR, formaður Glímusambands Íslands, hrósaði sigri í Íslandsglímunni sem háð var í Síðuskóla á Akureyri á laugardag og hlaut því Grettisbeltið eftirsótta og í kvennaflokki varð Svana Hrönn Jóhannsdóttir, GFD, hlutskörpust og fékk að launum Freyjumenið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Svönu Hrönn Freyjumenið og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri afhenti Jóni Birgi Grettisbeltið, en þeir Ólafur og Kristján voru heiðursgestir á mótinu. MYNDATEXTI: Svana Hrönn Jónsdóttir, GFD, tryggði sér Freyjumenið í annað sinn og Jón Birgir Valsson, KR, formaður Glímusambands Íslands, tryggði sér Grettisbeltið eftirsótta í fyrsta sinn á ferlinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar