Hugi Þórðarson og Einar Þór Gústafsson hjá Glitni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hugi Þórðarson og Einar Þór Gústafsson hjá Glitni

Kaupa Í körfu

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, undirbúa ráðstefnuna IceWeb 2006. Einar Þór Gústafsson er verkefnastjóri ráðstefnunnar Um er að ræða stærstu ráðstefnu sem haldin hefur verið á Íslandi um vefmál, en hún fer fram dagana 27. og 28. apríl næstkomandi. "Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla sem koma að vefnum á einn eða annan hátt, vefstjóra, markaðsstjóra, verkefnastjóra, forritara, vefara og hönnuði. Vefurinn er í sífelldri og hraðri þróun og það er mikilvægt fyrir alla sem vinna að vefmálum að fylgjast vel með því sem er að gerast, framtíðarstefnu og tækniþróun," segir Einar Þór og bætir því við að fyrirlesararnir séu meðal virtustu fyrirlesara í heiminum og hafi skrifað samtals yfir 40 bækur um vefmál. Meðal þess efnis sem fjallað er um á ráðstefnunni eru framtíðarhorfur í vefmálum, nýjasta tækni og leiðir til að nýta sér tæknina á skipulagðan og markvissan hátt. MYNDATEXTI IceWeb 2006 Hugi Þórðarson, formaður Samtaka vefiðnaðarins, og Einar Þór Gústafsson, verkefnastjóri ráðstefnunnar IceWeb 2006.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar