Ásta Ólafsdóttir

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ásta Ólafsdóttir

Kaupa Í körfu

TVÆR LISTAKONUR opna sýningu í Listasafni ASÍ í dag. Í Ásmundarsal opnar sýning á verkum Önnu Jóelsdóttur. Anna, sem búsett hefur verið í Chicago um árabil, kallar sýninguna "Heima?/Home?" ".. Ásamt Önnu opnar Ásta Ólafsdóttir sýningar í Gryfju og Arinstofu Listasafns ASÍ. Ásta dvaldi í Afríkuríkinu Malí frá desember fram í janúar á þessu ári og byggir hún sýningu sína á þeirri reynslu. "Í Gryfjunni er ég með sýningu sem ég kalla Túbab, túbab, en túbab þýðir hvítur maður í Malí. Þetta er innsetning sem samanstendur af myndbandi og hlutum sem vefjast í kringum efni þess. Á myndbandinu sýni ég aðallega heimilisstörf fólksins í Malí og tengi þau við íslenskan veruleika án þess að ég sé að bera saman eða fást við mismunandi efnahag. Ég er að fjalla um furður framandleikans, þróun þjóðfélagsins og blanda dálítið saman tímanum á Íslandi og Malí. Ég toga heimilisstörfin inn í það sem myndlist fjallar um og finn eitthvað sameiginlegt með mínum veruleika og þeirra," segir Ásta hugsi. Í Arinstofunni má sjá ferðasögu Ástu frá Malí. "Þar er ég að ganga frá ferðalaginu og sýni ljósmyndir sem ég tók í Malí og tuttugu mínútna langt myndband sem sýnir það sem kom mér fyrir sjónir sem ferðamaður." Chicago.MYNDATEXTI Ásta Ólafsdóttir sýnir m.a. myndir frá Malí í Listasafni ASÍ.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar