Sif Pálsdóttir

Árni Torfason

Sif Pálsdóttir

Kaupa Í körfu

Sif Pálsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi, varð fyrst íslenskra kvenna Norðurlandameistari í fimleikum. "ÞESSI árangur kom mér á óvart þótt ég hafi alveg gert mér vonir um að vera í baráttu um verðlaun á mótinu, en ég átti ekki von á fyrsta sætinu," sagði Sif Pálsdóttir, 19 ára gömul stúlka úr Gróttu á Seltjarnarnesi, eftir að hún vann tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun á Norðurlandamótinu í fimleikum sem fram fór í Kópavogi um helgina. Sif vann í fjölþraut á laugardag og bætti síðan gullverðlaunum fyrir tvíslá í safnið í gær auk tvennra silfurverðlauna, fyrir æfingar á gólfi og á jafnvægisslá. Sif er fyrst íslenskra kvenna til að verða Norðurlandameistari í flokki fullorðinna. MYNDATEXTI: Sif Pálsdóttir, Norðurlandameistari í fimleikum, í æfingum á jafnvægislá þar sem hún vann silfurverðlaun. Hún vann fern verðlaun á mótinu og varð sigursælasti keppandinn í kvennaflokki.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar