Þorvaldur Tryggvason

Eyþór Árnason

Þorvaldur Tryggvason

Kaupa Í körfu

ECOPROCESS er eitt þeirra fyrirtækja sem kynna munu fjárfestum starfsemi sína á sprotaþinginu í næstu viku. Félagið á ekki langa sögu að baki en hefur sett á Evrópumarkað nýja og byltingarkennda sorptunnulyftu, sem hlotið hefur heitið Ísbjörninn. Með lyftunni, sem er áföst við sorphirðubíla, hafa verið gerðar miklar úrbætur í öryggismálum, hleðslugeta bílanna hefur verið aukin og eldsneytisnotkun þeirra minnkuð. Þá er lyftan búin innbyggðri vigt, sem auðveldar alla gjaldtöku fyrir sorphirðu, en slíkt fyrirkomulag hefur verið tekið upp á Írlandi og er í skoðun bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Ecoprocess er að mestu í eigu þriggja fjölskyldna, sem tengdar eru bræðraböndum. Þorvaldur Tryggvason er stjórnarformaður félagsins, en auk hans eru Ómar og Sverrir Tryggvasynir og eiginkonur þeirra eigendur fyrirtækisins. Viðskiptahugmyndin á rætur sínar að rekja til ársins 1999, en hönnun og þróunarstarf hófst fyrir alvöru árið 2001. Markaðssetning lyftunnar hófst svo seint á árinu 2004 og er óhætt að fullyrða að mikill gangur hefur verið á fyrirtækinu síðan þá. MYNDATEXTI Ecoprocess Þorvaldur Tryggvason segir aukið markaðsstarf framundan hjá fyrirtækinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar