Mininngar í vatni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mininngar í vatni

Kaupa Í körfu

Geta orð, texti og hugsanir haft áhrif á vatn og hvaða myndir það tekur á sig þegar það frýs? Geta minningar varðveist í ís og geymst? Ef svo er má segja að það sé sjálf Sturlungaöldin sem kelfir fram í Jökulsárlónið um þessar mundir. Ég verð að sýna þér myndir, sagði Ragnar Axelsson og sýndi mér bunka af ljósmyndum. Hann hafði verið að þvælast um landið þegar hann heillaðist af klökum sem velktust um og bráðnuðu í fjörunni neðan við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Skrifa um hvað? spurði ég. Skoðaðu myndirnar, sagði hann, sérðu ekki andlitin, þarna eru augu, lengst inni í ísnum og þarna er einhver vera og yfirborðið er sérkennilega gárótt eins og drekahúð. Myndirnar voru tærar og fallegar og þarna voru vissulega augu og andlit og þau voru greinilega ævaforn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar