Biðröð við Orkuna

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Biðröð við Orkuna

Kaupa Í körfu

ÖKUMENN fjölmenntu á bensínstöð Orkunnar við Miklubraut í gær en þar var verð á bensíni lækkað um tíma eftir að áskorun barst forsvarsmönnum Orkunnar frá dagskrárgerðarmönnum á útvarpsstöðinni Kiss Fm. Að sögn Axels Axelssonar, framkvæmdastjóra Íslenska útvarpsfélagsins, sem rekur Kiss Fm lækkaði bensínverðið þegar mest var niður í 89,5 krónur fyrir lítrann á 95 oktana bensíni. "Við hvetjum olíufélögin til þess að gera meira af þessu," sagði Axel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar