Íbúðarhús gjöreyðilagðist í eldi

Líney Sigurðardóttir

Íbúðarhús gjöreyðilagðist í eldi

Kaupa Í körfu

ÍBÚÐARHÚSIÐ Bergholt, Langanesvegi 17-a á Þórshöfn, gjöreyðilagðist í eldi aðfaranótt sunnudags, en húsið var mannlaust þegar kviknaði í því. Eldsins varð fyrst vart laust eftir miðnætti en tveir menn sem áttu leið eftir götunni sáu töluverðan reyk leggja frá húsinu. Annar þeirra er starfandi slökkviliðsmaður á Þórshöfn og þeir fóru þegar að húsinu til að kanna málið. Þegar þeir opnuðu útidyrnar blasti við eldhaf og sprenging varð þegar í stað og gluggarúður hússins splundruðust. Þeir hringdu strax í slökkviliðið sem var fljótt á vettvang YNDATEXTI Húsið er gerónýtt eftir brunann. Rannsókn á eldsupptökum stendur yfir. 23: Jóhann Þórarinsson, lögregluþjónn á vettvangi, teknar morguninn eftir brunann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar