Humarróður með Skinney SF 30

Kristinn Benediktsson

Humarróður með Skinney SF 30

Kaupa Í körfu

Humarvertíðin hefst nú orðið mun fyrr en áður, eða í lok mars og byrjun apríl. Kristinn Benediktsson brá sér í róður með Skinney SF 30 og mokfiskuðu þeir af góðum humri. Við erum að fara upp vesturkantinn á Djúpbleyðunni og upp á Miðstykkið í Lónsdýpinu. Af Miðstykkinu þræðum við rennu á milli harðra bletta sem kölluð er Urðarstígur yfir á Miðbleyðuna," segir Björn Ármannsson, skipstjóri á Skinney SF 30 frá Höfn í Hornafirði, og bendir á plotterinn sem allur er eins og krassblað eftir smábarn sem hefur fengið útrás með litina sína. MYNDATEXTI: Áhöfnin Í aftari röð f.v.: Helgi stýrimaður, Björn skipstjóri, Gylfi yfirvélstjóri og Hrafn háseti. Fremri röð f.v.: hásetarnir Anton, Tale og Óskar, Björn vélstjóri og Steve matsveinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar