Skattafundur

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Skattafundur

Kaupa Í körfu

Hagsmunir lífeyrisþega hafa verið sniðgengnir á síðustu árum, að mörgu leyti gróflega og bera stjórnvöld stærsta ábyrgð á þeirri þróun." Þetta sagði Stefán Ólafsson, prófessor, á ráðstefnu um skatta og skerðingar sem Landssamband eldri borgara (LEB), Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Starfsgreinasamband Íslands (SGS), Samiðn og Öryrkjabandalag Íslands stóðu fyrir í gær. MYNDATEXTI: Fullt var út úr dyrum á ráðstefnu um skatta og skerðingar sem fram fór í Öskju í gær. Meðal gesta voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Hildigunnur Ólafsdóttir, hagfræðingur BSRB, Margrét Margeirsdóttir, formaður LEB, Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður og Árni Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar