Landnámssetur í Borganesi

Eyþór Árnason

Landnámssetur í Borganesi

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN er töluvert umfangsmikil. Hún er kannski ekki mjög flókin, en það er í mjög mörg horn að líta, töluverðar lagnir og alls konar tengingar milli ljósakorta og mynda og fleira. Við erum t.d. með landakort sem sýnir staðsetningar á bæjum og við fáum myndir af bæjunum upp á skjám," segir Ögmundur Jóhannesson, ljósahönnuður sýninganna, en hann hefur starfað í Borgarleikhúsinu frá opnun þess. "Sýningarnar eru mjög viðkvæmar í lýsingu og það má ekkert út af bera. Egils-sýningin er líka mjög sérstök af því hún er öll unnin í handverki og það þarf að koma því til skila að handverkið skili sér vel í lýsingunni. Hún þarf að vera mjög stemmningsgefandi." Áhugavert er að skoða marga sýningarmunina í þessu ljósi, en m.a. má á Egilssögusýningunni sjá nokkurs konar lítil leiksvið, þar sem litlir kastarar varpa rauðu, grænu og bláu ljósi yfir senurnar. MYNDATEXTI Ögmundur Jóhannesson, ljósahönnuður sýningarinnar, í góðum félagsskap fyrstu landnámsmannanna sem steyptir eru í ís fortíðarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar