Útskálakirkja í Garði, Suðurnesjum.

Kristinn Benediktsson

Útskálakirkja í Garði, Suðurnesjum.

Kaupa Í körfu

Garðskaginn í Garði á Suðurnesjum er vinsæll bæði hjá ferðamönnum og fuglaskoðurum enda ýmislegt sem fyrir augu ber. Garðskagaviti er næstelsti viti landsins, byggður árið 1897 og lýsti sjófarendum siglingaleiðina fyrir Garðskaga til ársins 1944. Vitinn hefur verið friðlýstur. Viti var byggður árið 1944 og tók við af gamla vitanum og leiðbeinir nú skipum fyrir skagann. Siglingaleiðin fyrir Garðskaga er ein fjölfarnasta skipaleið við landið, því hafa vitarnir hér verið mjög mikilvægir fyrir sjómenn í gegnum árin. Vitarnir hafa verið opnir fyrir ferðafólk undanfarin ár, það hefur verið mjög vinsælt að fara upp í vitana því þar er útsýni mjög gott í allar áttir. MYNDATEXTI Kirkjan að Útskálum var reist árið 1861. Forkirkjan var stækkuð 1975

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar