Gullorðið

Gullorðið

Kaupa Í körfu

Mot d'Or eða gullorðið kallast keppni um beitingu og þýðingu á frönsku viðskiptamáli sem franska sendiráðið stendur fyrir hérlendis. Keppnin fer fram í 42 löndum og hefur verið haldin árlega frá 1988. Oddný Halldórsdóttir varð hlutskörpust í keppninni þetta árið og vann vikuferð til Frakklands eins og sigurvegarar hvers lands fyrir sig. Meðfylgjandi mynd var tekin í húsakynnum Alliance Francaise þar sem verðlaunaafhending fór fram. Á myndinni er verðlaunahafinn auk annarra keppenda, f.v. Guðrún Ösp Sigmundardóttir, Guðrún Halldóra Jónsdóttir, Brynhildur Ingimarsdóttir, Oddný Halldórsdóttir, Nicole Michelangeli, sendiherra Frakklands á Íslandi, sem afhenti verðlaunin, Lilja Sigríðardóttir og Dóra Þorvarðardóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar