Meistarmót VÍS

Eyþór Árnason

Meistarmót VÍS

Kaupa Í körfu

Atli Guðmundsson varð efstur í stigasöfnun meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum er hann sigraði í gæðingaskeiði og varð annar í 150 m skeiði á síðasta mótinu sem fram fór á Selfossi 4. apríl sl. Atli hefur þar með öðlast meistaratign en hann hlaut 44 stig og var einungis einu stigi á undan Sigurði Sigurðarsyni, í þriðja sæti hafnaði Þorvaldur Árni Þorvaldsson. MYNDATEXTI: Þrír efstu menn að lokinni meistaradeild VÍS við verðlaunaafhendingu í Ölfushöllinni. Frá vinstri Þorvaldur Árni Þorvaldsson sem varð þriðji, Sigurður Sigurðarson, í öðru sæti, og Atli Guðmundsson sem varð efstur í stigasöfnuninni til meistaratignar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar