Menningarverðlaun Árborgar

Sigurður Jónsson

Menningarverðlaun Árborgar

Kaupa Í körfu

Stokkseyri | Draugasetrið á Stokkseyri fékk menningarviðurkenningu Árborgar sem var afhent í Leikhúsinu við Sigtún á Selfossi við upphaf menningarhátíðarinnar Vor í Árborg sem stendur til 14. maí. Draugasetrið var stofnað 7. nóv. 2003 í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri og hefur starfsemi þess vaxið mjög. Í sumar verður bætt við afþreyingu setursins með álfa- og tröllasetri þar sem þeim íbúum á mörkum veruleika og ímyndunar verða gerð skil. Þá verða Norðurljósin einnig í brennidepli í menningarverstöðinni í tengslum við álfana og tröllin. Inga Lára Baldvinsdóttir, formaður menningarnefndar Árborgar, afhenti menningarviðurkenninguna og sagði meðal annars við það tækifæri: "Menningararfurinn nær því aðeins að lifa að hlúð sé að honum MYNDATEXTI Viðurkenning Forsvarsmenn Draugasetursins tóku við menningarviðurkenningunni; Þór Vigfússon, Bjarni Harðarson og Benedikt Guðmundsson ásamt Ingu Láru Baldvinsdóttur, formanni menningarnefndar Árborgar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar