Vígsla 50 metra laugar og vatnaveröld

Svanhildur Eiríksdóttir

Vígsla 50 metra laugar og vatnaveröld

Kaupa Í körfu

Reykjanesbær | "Besta sundfólk landsins þurfti betri aðstöðu," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um ástæðu þess að Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. réðst í byggingu 50 m innilaugar í Reykjanesbæ, sem vígð var við hátíðlega athöfn í gær. Sundlaugin mun einnig bæta sundkennslu tveggja grunnskóla, ásamt því að nýtast áhugasömu sundfólki. Á sama tíma var yfirbyggður vatnagarður vígður en hann mun fyrst og fremst vera yngstu kynslóðinni til yndisauka og auka hreyfingu hennar. MYNDATEXTI Þau eldri hvetja yngri Elstu sundiðkendurnir afhentu þeim yngri blöðrur í tilefni dagsins og færðu þeim um leið táknræna hvatningu. Þessir ungu menn fengu mikla hvatningu og voru ánægðir með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar