KR - FH 0:3

Þorvaldur Örn Kristmundsson

KR - FH 0:3

Kaupa Í körfu

ÞOLINMÆÐI og uppbygging eru orð sem KR-ingar verða að leggja upp með í sumar miðað við leik liðsins í gær gegn Íslandsmeistaraliði FH. Færin voru mörg í leiknum en Hafnarfjarðarliðið nýtti þau betur en heimaliðið að þessu sinni með Tryggva Guðmundsson fremstan í flokki en hann skoraði tvívegis í 3:0-sigri liðsins. Atli Viðar Björnsson skoraði þriðja markið undir lok leiksins en FH-liðið virkaði heilsteypt á meðan tónlistin úr hljóðfærum KR-inga var oft á tíðum taktlaus. MYNDATEXTI: Björgólfur Takefusa, framherji KR, og miðvallarleikmaðurinn Davíð Þór Viðarsson úr FH í baráttunni á KR-vellinum í gærkvöld en þar hafði Íslandsmeistaraliðið úr Hafnarfirði betur, 3:0.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar