Skáksamband Íslands

Jim Smart

Skáksamband Íslands

Kaupa Í körfu

RÁÐHERRA, þingmenn og borgarfulltrúar fengu gullið tækifæri til að komast í landslið Íslands í skák í gær þegar þeir öttu kappi við landsliðsmenn, en forseti Skáksambands Íslands sagði áður en viðureignirnar hófust að hver sá sem ynni sigur gegn landsliðsmönnunum fengi að sjálfsögðu sæti hans í landsliðshópnum. Engum tókst að sigra landsliðsmennina, þó þrír hafi náð jafntefli, á þessum kynningarfundi fyrir Ólympíumótið í skák, sem hefst í Torino á Ítalíu á sunnudaginn. MYNDATEXTI Þrátt fyrir forgjöf tókst stjórnmálamönnunum ekki að sigra landsliðsmennina í skák. Frá vistri Geir H. Haarde utanríkisráðherra, Björn Ingi Hrafnsson, Svanhvít Svavarsdóttir, frambjóðendur í Reykjavík, og stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar