Fundur um skólamál

Brynjar Gauti

Fundur um skólamál

Kaupa Í körfu

HVAÐ finnst ykkur vera sanngjörn laun fyrir leikskólakennara með þriggja ára háskólanám?" var meðal þeirra spurninga sem fulltrúar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík voru spurðir á fundi leikskólakennara í ráðhúsinu í fyrradag. Ásta Þorleifsdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins, svaraði spurningunni um laun leikskólakennara á þá leið að hún teldi eðlilegt að leikskólakennarar hefðu ekki undir 300 þúsund krónum á mánuði. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sagði að hún teldi laun leikskólakennara hafa verið og vera enn of lág en sagði erfitt að nefna ákveðna tölu og það kæmi engum til góðs að fulltrúar flokkanna færu að reyna að yfirbjóða hver annan í launatölum. Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks tóku í sama streng, þeim þótti launin of lág en sögðu erfitt og óraunhæft að nefna tölur í því sambandi. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, sagðist telja eðlilegt að horfa til launa grunnskólakennara sem viðmiðs. MYNDATEXTI Málefni leikskólanna voru rædd í Ráðhúsinu í fyrradag. F.v. Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ásta Þorleifsdóttir og Egill Helgason sem stýrði fundi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar