Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari

Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari

Kaupa Í körfu

Hún er á báðum áttum þegar ég ámálga stórt viðtal við hana. "Það var stórt viðtal við mig í Morgunblaðinu árið 1985," segir hún eins og til að sannfæra mig um að þetta sé algjör óþarfi. Ég fullvissa hana á móti um að það sé ekki of mikil nástaða. Margt drífi á daga fólks á tveimur áratugum. Auk þess standi hún nú á tímamótum, farsælum starfsferli sé lokið. Tími uppgjörs runninn upp. Hún biður um sólarhringsfrest til að kveða upp úrskurð sinn. Guðrún Erlendsdóttir, fráfarandi hæstaréttardómari, er lítið fyrir sviðsljósið. Það jafngildir hins vegar ekki því að hún hafi frá litlu að segja. Þvert á móti. Starfsferill hennar hefur verið langur og viðburðaríkur. Hún var fimmta konan sem lauk lagaprófi á Íslandi og fyrsta konan sem skipuð var hæstaréttardómari, fyrir réttum tuttugu árum. Guðrún Erlendsdóttir er brautryðjandi og hefur örugglega veitt margri konunni innblástur gegnum tíðina - með beinum og óbeinum hætti. Svo er hún líka gift einum litríkasta lögfræðingi þessarar þjóðar, Erni Clausen, sem margir þekkja einnig sem afreksmann í frjálsum íþróttum. Ég krosslegg því fingur og vona það besta.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar