Endurbygging á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Endurbygging á Húsavík

Kaupa Í körfu

GAMLA barnaskólanum á Húsavík var breytt í íbúðarhúsnæði fyrir mörgum árum og stendur nú yfir endurbygging á húsinu en í því verða þrjár íbúðir að henni lokinni. Gamli barnaskólinn á Húsavík var reistur árið 1908 við Borgarhól þar sem byggingin stóð til ársins 1960 að hún vék fyrir nýju skólahúsi sem reist hafði verið á skólalóðinni. Þá var húsið flutt á núverandi stað, við Stóragarð 6. Húsinu var breytt í íbúðarhúsnæði og var í eigu Húsavíkurkaupstaðar allt þar til Arnar Sigurðsson eignaðist það fyrir nokkru síðan. Arnar hefur hafið endurbyggingu hússins, sem er tvær hæðir og ris, og verða í því þrjár íbúðir sem hann hyggst leigja út eða selja. Arnar byrjaði á að rífa allt innan úr húsinu, veggi, þil ofl. og hefur eitt og annað komið í ljós við það. "Ég fann bak við þil, undir súð á efstu hæðinni, ríflega hundrað kjörseðla frá tímum Jónasar frá Hriflu, á þeim sést að hann var í framboði ásamt Júlíusi Havsteen, Oddi Sigurjónssyni og Kristni E. Andréssyni, segir Arnar og bætir við að krossað hafi verið við nafn Jónasar á þeim öllum. MYNDATEXTI Gamli barnaskólinn á Húsavík var reistur árið 1908. Eftir breytingar verða í honum þrjár íbúðir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar