Æfing á tónleikum í Víðistaðakirkju

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Æfing á tónleikum í Víðistaðakirkju

Kaupa Í körfu

Okkur finnst bara svo skemmtilegt að syngja og vorum orðnar æstar í að stofna kór. Við höfum stundum fengið að troða upp þegar eitthvað hefur verið um að vera hjá Kór Öldutúnsskóla, en nú erum við komnar í alvöru kór, sem æfir einu sinni í viku og erum orðnar þrusugóðar. Þetta er allt mjög skemmtilegt, ekki síst að fá að syngja með litlu tátunum á tónleikum," segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, formaður Kvennakórs Öldutúns, en kór þessi söng í fyrsta skipti með Kór Öldutúnsskóla á vortónleikum í Víðistaðakirkju fyrir fáeinum dögum við góðar undirtektir gesta. MYNDATEXTI: Syngjandi mæðgur, efri röð frá vinstri: Sigrún Rohleder og Berglind Anna Rohleder, 9 ára, Ester Ósk Hafsteinsdóttir, 13 ára, og Halldóra Bergsdóttir, Alba Indíana Ásgeirsdóttir, 8 ára, og Ólöf Snæhólm Baldursdóttir. Neðri röð frá vinstri: Eva Egilsdóttir og Hildur Guðmundsdóttir, 11 ára, Ágústa Sigrún Þórðardóttir og Tinna Björk Þorkelsdóttir, 8 ára, Elísabet Björk Kristjánsdóttir og Una Björk Harðardóttir, 11 ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar