Afmæli FÍH

Eyþór Árnason

Afmæli FÍH

Kaupa Í körfu

Í tilefni af 25 ára starfsafmæli Tónlistarskóla FÍH mun skólinn standa fyrir hátíðardagskrá í húsakynnum sínum í Rauðagerði 27 dagana 25.-27. maí. "Við viljum með þessu beina athygli að því starfi sem hér hefur farið fram undanfarin 25 ár," segir Björn Th. Árnason skólastjóri. Yfirskrift dagskrárinnar er "Nærmynd" en þarna verður boðið upp á fjölbreytta tónleika með klassískri tónlist, djass- og rokktónlist í flutningi nemanda skólans. Einnig munu nokkrir útskrifaðir nemendur mæta á svæðið og leggja sitt af mörkum til tónlistarflutningsins. MYNDATEXTI Inntökupróf í Söngdeild Tónlistarskóla FÍH, en nemendur þar sýna nú afrakstur vinnu sinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar