Fjörgyn gefur Barnaspítala Hringsins gjöf

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Fjörgyn gefur Barnaspítala Hringsins gjöf

Kaupa Í körfu

LIONSKLÚBBURINN Fjörgyn afhenti í gær Barnaspítala Hringsins nýja holsjá til að skoða háls, nef og eyru. Holsjá þessi er sú smæsta sem er í notkun hér á landi, en þvermál hennar er einungis 2 mm. Að sögn Þórs Steinarssonar, sem hafði umsjón með fjársöfnun vegna tækisins, er tækið búið optískum trefjaþráðum, nokkurs konar ljósleiðurum, sem senda ljós og taka mynd og senda til baka. Vegna smæðar tækisins verður hægt að skoða gaumgæfilega háls, nef og eyru barna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar