Sóley Halla Eggertsdóttir

Eyþór Árnason

Sóley Halla Eggertsdóttir

Kaupa Í körfu

Starf: Viðskiptastjóri Eignastýringar Fyrirtæki: KB banki Spáir þú mikið í hverju þú klæðist í vinnunni? Já, ég myndi nú segja það. Aðalmálið er að finna þægileg og heppileg föt fyrir þann daginn, fer svolítið eftir því hvernig dagskrá dagsins er, hvort það eru fundir og kynningar eða ekki. Hef samt almennt áhuga á fallegum fötum og tísku og fylgist þokkalega vel með. Ég myndi samt ekki segja að tískan stjórnaði alveg hverju ég klæðist en ég er alveg meðvituð um hana og vel úr það sem mér finnst henta mér vel og sleppi öðru sem mér líkar ekki - læt það þá líða hjá. Eitt "hliðaráhugamál" mitt er einmitt að safna fallegum kjólum, er mikil pilsa- og kjólakona og finnst tískan í dag mjög skemmtileg þar. En varðandi vinnuna og klæðaburð held ég að í mínum geira gildi bara almennt að vera snyrtilega og smekklega til fara og varðandi skart/fylgihluti myndi ég segja að "less is more" í þeim efnum. Þegar heim er komið svissar maður svo gjarnan yfir í gallabuxurnar og getur leyft sér hvað sem er. Mér finnst samstarfsfólk mitt almennt mjög smart til fara og meðvitað um hvað er í gangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar