Ragnheiður Gröndal

Sverrir Vilhelmsson

Ragnheiður Gröndal

Kaupa Í körfu

Söngkonan Ragnheiður Gröndal og trúbadorinn Helgi Valur verða með tónleika í Hveragerðiskirkju í kvöld. Þar munu þau flytja frumsamið efni ásamt tökulögum, spila saman og í sitt í hvoru lagi. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og kostar 1.500 kr. inn. Sérstakur gestur er Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður. Að sögn Helga Vals eru tónleikarnir liður í að efla menningarlíf Hveragerðisbæjar og þá er Ragnheiður Gröndal á leið til Bandaríkjanna í nám og því fer hver að verða síðastur til að hlýða á söngkonuna áður en hún heldur yfir hafið. *** Local Caption *** Ragnheiður Gröndal Félag tónlistarnema efnir til styrktartónleika á Nasa miðvikudaginn 22. feb.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar