Sjóminjasafnið í Reykjavík

Jim Smart

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Kaupa Í körfu

HJÓNIN Hinrik Bjarnason og Kolfinna Bjarnadóttir afhentu í gær Víkinni - Sjóminjasafninu í Reykjavík, minjasafn sitt, en á undanförnum áratugum hafa þau safnað nærri 700 munum. Í gær var opnuð sýning á þessu einkasafni, sem ber heitið Úr ranni forfeðranna. Munirnir tengjast heimilum og störfum til sjávar og sveita, en heimilin voru með svipuðu sniði sama hvort um var að ræða fólk sem bjó við sjóinn á Stokkseyri eða inn til landsins í Blöndudal, og því gefa munirnir góða innsýn í horfna menningu og samfélag, enda lítill munur á sveitabændum og sjávarbændum. MYNDATEXTI Árni Þór Sigurðsson, varaformaður stjórnar safnsins, tók við gjafabréfi frá Hinrik Bjarnasyni og Kolfinnu Bjarnadóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar