Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Eyþór Árnason

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ er fyrst og fremst mikill heiður og hvatning að fá þessi verðlaun," segir dr. Agnar Helgason mannfræðingur en hann hlaut í gær hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2006. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra afhenti verðlaunin en þau eru tvær milljónir króna. Fimmtán manns voru tilnefndir. Meginstarfsvettvangur Agnars er hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem hann stundar nú rannsóknir en hann er einnig aðjúnkt við mannfræðiskor Háskóla Íslands þar sem hann leiðbeinir nemum í meistaranámi. MYNDATEXTI Agnar tekur við verðlaununum úr hendi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær en verðlaunin voru tvær milljónir króna. Hann segist afar ánægður og þakklátur fyrir að geta starfað við rannsóknir á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar