Byggðasafnið á Skógum

Jónas Erlendsson

Byggðasafnið á Skógum

Kaupa Í körfu

Skógar | Minningarstofa Þorsteins Erlingssonar, skálds, var opnuð í Byggðasafninu í Skógum á sunnudaginn. Til sýnis eru húsgögn frá skrifstofu skáldsins, bókaskápar með bókum, myndir og ýmsir minjagripir Þorsteins. "Allt sem minnti á skáldið var varðveitt af frú Guðrúnu Erlings af mikilli kostgæfni í húsi hans alveg fram að því að hún dó og árið 1964 afhenti fjölskyldan Þjóðminjasafninu þessa gripi og bókasafnið líka til varðveislu," segir Þórður Tómasson, safnstjóri Byggðasafnsins í Skógum. MYNDATEXTI Safn Minningarstofa um Þorstein Erlingsson hefur verið sett upp í safninu í Skógum og þar er bókasafn skáldsins varðveitt, auk annarra muna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar