Alnæmissamtökin - Kaupþing

Alnæmissamtökin - Kaupþing

Kaupa Í körfu

FORVARNIR og fræðsla eru lykilorð í baráttunni gegn alnæmi. Alnæmissamtökin á Íslandi hafa hlotið veglegan styrk frá Kaupangi - eignarhaldsfélagi til áframhaldandi fræðslu- og forvarnarverkefnis samtakanna fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og í haust verður verkefninu ýtt úr vör í þriðja skipti. Það var Jóhannes Sigurðsson, fulltrúi Kaupangs, sem afhenti Birnu Þórðardóttur, framkvæmdastjóra samtakanna, styrkinn sem nemur 750 þúsund krónum. Hjá þeim stendur Ingi Hans Ágústsson, varaformaður Alnæmissamtakanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar