Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

ALLS 33 þingmál voru afgreidd frá Alþingi í gær, laugardag, ýmist sem lög eða þingsályktunartillögur. Daginn áður höfðu 56 þingmál verið samþykkt á Alþingi. Það þýðir að samtals 89 þingmál voru samþykkt á Alþingi síðasta sólarhringinn fyrir þinglok í sumar. Þing kemur næst saman í byrjun október. Meðal þeirra mála sem samþykkt voru í gær er lagafrumvarp um að komið verði á fót kjararáði sem leysi af hólmi Kjaradóm og kjaranefnd. MYNDATEXTI Það var létt yfir Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra við upphaf þingfundar í gær og virtist hann ekkert láta vangaveltur um stöðu hans og framtíðaráform á sig fá. Við hlið hans situr Geir H. Haarde utanríkisráðherra. Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi um miðjan dag í gær, sem telst heldur óvenjulegur tími fyrir þær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar