Alþingi

Alþingi

Kaupa Í körfu

Sérkennilegt andrúmsloft var í Alþingishúsinu í gærkvöldi. Þingstörf voru á lokaspretti og fjöldi frumvarpa til afgreiðslu, en umræðuefnið manna á milli á göngum og í hliðarherbergjum var hvað gerast myndi í forystumálum Framsóknarflokksins í næstu viku. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, fylgdist hins vegar með umræðum í þingsal úr stóli forsætisráðherra. Fer yfir mína sýn á stöðuna Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið, aðspurður hvort breytinga væri að vænta hjá forystu Framsóknarflokksins, að hann myndi fara yfir stöðu sína á miðstjórnarfundi flokksins nk. föstudag. "Ég vil segja það eitt að við höfum boðað til miðstjórnarfundar í næstu viku og á þeim fundi mun ég fara yfir mína sýn á stöðu flokksins og mína eigin stöðu og framtíðarhorfur," sagði Halldór. "Ég mun að sjálfsögðu fyrst ræða þetta mál allt saman við mitt fólk og þess vegna er þessi miðstjórnarfundur boðaður."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar