Ford GT sýndur á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Ford GT sýndur á Akureyri

Kaupa Í körfu

OFURSPORTBÍLLINN Ford GT var frumsýndur opinberlega á Íslandi í gær á flugvellinum á Akureyri. Arngrímur Jóhannsson flugstjóri fékk fyrstur að keyra tryllitækið á flugbrautinni og flaug að því loknu á listflugvél sinni yfir bílinn þegar annar kappsamur ökuþór var sestur undir stýri. Nánar er fjallað um þetta hraðskreiða ökutæki í Bílablaði Morgunblaðsins í dag en Fordinn er talinn einn þekktasti kappakstursbíll síðari tíma. Var hann fyrst kynntur til sögunnar fyrir rúmum fjörutíu árum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar