Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins

Jim Smart

Leiðtogafundur Eystrasaltsráðsins

Kaupa Í körfu

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra stýrði leiðtogafundi Eystrasaltsráðsins, sem fram fór í Reykjavík, fyrir hádegi í gær, en formennskutímabili Íslands í ráðinu lýkur 1. júlí nk. Svíar taka þá við formennsku í ráðinu. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, notaði tækifærið á blaðamannafundi, sem haldinn var á Hótel Nordica um hádegisbil, til þess að þakka Halldóri Ásgrímssyni fyrir störf hans í þágu Eystrasaltsráðsins, og samstarfið á liðnum árum, á alþjóðavettvangi. MYNDATEXTI Mikhail Fradkov, forsætisráðherra Rússlands, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, funduðu á Bessastöðum í gær og fylgdust nánustu samstarfsmenn þeirra með. M.a. var fjallað um samstarf á sviði jarðvarma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar