Breiðablik - FH 1:1

Jim Smart

Breiðablik - FH 1:1

Kaupa Í körfu

ÍSLANDSMEISTARAR síðustu tveggja ára, FH-ingar, töpuðu sínum fyrstu stigum í Landsbankadeild karla á þessari leiktíð, er liðið gerði 1:1 jafntefli við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöldi. Leikurinn var í daufara lagi og áttu leikmenn á köflum erfitt með að fóta sig á hálum vellinum. Blikar höfðu 1:0 yfir í leikhléi en FH-ingum tókst að jafna metin um miðjan seinni hálfleik og jafntefli verður að teljast sanngjörn niðurstaða. Þriðjungi mótsins er nú lokið og staða FH-inga er vægast sagt vænleg, en þeir hafa hreiðrað þægilega um sig í toppsæti deildarinnar með sextán stig MYNDATEXTI Atli Viðar Björnsson, framherji FH, og Magnús Páll Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, berjast um boltann í Kópavogsvelli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar