Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

"PABBI var ennþá á inniskónum þegar laxinn tók," sagði Lárus Gunnarsson, ellefu ára gamall, eftir að hann hafði sett í og landað fyrsta laxi sumarsins í Þverá í gærmorgun, nýrunninni 77 cm langri hrygnu sem vó um níu pund. "Strákurinn var ekki búinn að kasta nema svona fimm sinnum þegar hann setti í laxinn, á þýska Snældu," sagði faðir hans, Gunnar Gíslason, og viðurkenndi að hann hefði þá enn verið að hafa vöðlurnar til. Laxinn veiddist í Múlakvörn. MYNDATEXTI Feðgarnir Lárus og Gunnar Gíslason með fyrsta lax sumarsins í Þverá, 9 punda hrygnu sem Lárus veiddi í Múlakvörn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar