Sjómannadagurinn í Ólafsvík

Alfons Finnsson

Sjómannadagurinn í Ólafsvík

Kaupa Í körfu

ÍHátíðahöld sjómannadagsins fóru fram í sjómannagarðinum. Lagður var blómsveigur að styttu sjómanna og sjómenn heiðraðir. Þeir sem voru heiðraðir að þessu sinni voru Guðmundur Sveinsson og Ragnar Ágústsson. Báðir byrjuðu þeir ungir á sjó. Guðmundur var fimmtán ára þegar hann byrjaði við beitningar. Hann var á ýmsum bátum en eftir nám í Vélskólanum í Reykjavík var hann á Fróða og síðan Stapafellinu. Guðmundur stofnaði útgerðarfélagið Lóndranga og gerði út báta og síðan skuttogara. Ragnar fór sextán ára til sjós og tók vélstjóraréttindi í Ólafsvík sama ár. MYNDATEXTI Heiðrun Guðmundur og Magnea Thomsen, Ragnar og Sigrún Ólafsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar