"Skapandi skrif"

Jim Smart

"Skapandi skrif"

Kaupa Í körfu

HÓPUR alþýðuskálda, sem tekið hefur þátt í námskeiðinu "Skapandi skrif" í Hæðargarði í vetur, kom saman í gær og fagnaði útkomu ljóðakvers þar sem verk þeirra er að finna. Kverið ber einfaldlega heitið Ljóðin okkar og árituðu höfundar bókina fyrir þá sem vildu. Þórður Helgason hafði umsjón með námskeiðinu, sem hann segir hafa heppnast afar vel. Hann hefur leitt svipuð námskeið í Kópavogi um nokkurra ára skeið og nokkrar bækur hafa verið gefnar út í kjölfarið, bæði á hans vegum auk þess sem nemendur hafa gefið út eigin bækur. MYNDATEXTI Þórður Helgason, umsjónarmaður námskeiðsins, ásamt yngsta nemandanum og þeim elsta: Lárusi Óskari Sigmundssyni og Önnu Þorsteinsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar