Kal í túnum

Atli Vigfússon

Kal í túnum

Kaupa Í körfu

Laxamýri | Gríðarmikið kal er á mörgum bæjum í Suður-Þingeyjarsýslu og þá sérstaklega í innsveitum þ.e. Bárðardal og Mývatnssveit. Undanfarna daga hefur verið gerð úttekt á kalinu á vegum ráðunautaþjónustunnar og hefur það verið metið 50-60% í mjög mörgum túnum. Til eru tún sem eru allt að 80% kalin og kemur það til af því að svellalög voru gríðarleg á túnunum lengi vetrar. Kal er einnig í Aðaldal og Kinn, en þar er kalið minna en þó allt að 25% í nýlega endurunnum túnum. MYNDATEXTI Ástand túna í S-Þingeyjarsýslu er víða talið alvarlegt þar sem fyrningar eru litlar eftir langan gjafavetur. Myndin er tekin í Baldursheimi í Mývatnssveit.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar